Mótshald í mars

Skrifað af Aron Hinriksson. Posted in Uncategorised

Það má segja að Hvítasunnukirkjan á Selfossi hafði tekið við keflinu sem mótsstaður Hvítasunnumanna nú í mars enda standa miklar framkvæmdir yfir í Skálanum í Kirkjulækjarkoti þar verið er að endurnýja alla svefnálmuna. Fram til þess hefur Alfahelgi Fíladelfíu, Aðalfundir Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi, \"útúr bænum\" ferð unglingafræðslu Fíladelfíu og nú um helgina er svokallað \"kósýmót\" sem er mót fyrir ungfullorðna. Fólk er afar ánægt með aðstöðuna í kirkjunni sem þykir henta mjög vel til svona mótshalds enda gott eldhús, matsalur og góður samkomsalur auk efri hæðarinnar þar sem gott er að setjast niður og spjalla. Flestir hóparnir hafa svo gist á Selfoss Hostel sem er aðeins steinsnar frá kirkjunni.

 

 

 

Hjálparstarf

Skrifað af Aron Hinriksson. Posted in Uncategorised

Jesús sagði: Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.

Við í Hvítasunnukirkjuni reynum að taka þessi orð alvarlega og leggjum okkur fram við að hjálpa þeim sem minna mega sín. Við rekum m.a. Nytjamarkað á Selfossi og notum fjármuni sem safnast þar til að styðja þá sem eiga lítið á okkar svæði og út í hinum stóra heimi.

Starfsemi

Fjölbreytt starfsemi er í Hvítasunnukirkjunni á Selfossi. Samkomur, Celebrate Recovery 12 spora fundir, bænastundir, barnastarf, unglingastarf, heimahópar, hjálparstarf o.fl.

Vertu velkomin að taka þátt í starfi kirkjunnar.

 

 

Fleiri greinar...

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi