Frelsið er yndislegt

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Fréttir

Ef við erum kristin þá hefur Drottinn leitt okkur út úr þrældómi. Krossdauði Jesús fjarlægði örvæntingu, myrkur og færði okkur á stað sigurs, styrks og frelsis. Það gamla er farið, nýtt er orðið til. Við erum ný sköpun (2Kor 5:17).

En.... gamli þrældómurinn hangir oft í okkur. Það er erfitt að hrista af sér gamlar skaðlegar hugsanir og fast mótaðar en skaðlegar venjur í lífi okkar. Stundum er þetta íþyngjandi og við þráum að geta verið algerlega frjáls frammi fyrir Guði.

Við þurfum að horfast í augu við að það er andleg barátta sem á sér stað um okkur. Við þurfum að stíga 100% inn í áætlun Guðs um að lækna þennan breyska heim. Við þurfum að stíga inn í líf lækningar, hreinleika, frelsis, helgunar og sannleika.

Frelsið er yndislegt predikunarserían fjallar um hvernig. Vertu með frá byrjun. Fyrsta predikunin er 1.okt og seríunni lýkur 3.des.

Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi