Föðurelska Guðs 2 af 2

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Pistlar

Þessi pistill er annar hluti af tveim. Smelltu hér til að lesa fyrsta hlutann.

Faðirinn er yfirmáta rausnarlegur

OK, faðirinn hélt ekki aftur af fyrirgefningu sinni en við hefðum þá a.m.k. getað búist við því að hann héldi aftur því sem mætti kalla verðlaun fyrir hlýðni. Langt frá því svo. Hann sagði: Komið fljótt með hina bestu skikkju og færið hann í, dragið hring á hönd hans og skó á fætur honum. Sækið og alikálfinn og slátrið, vér skulum eta og gjöra oss glaðan dag. (Lúk 15.22-23)

Sonurinn hugsar með sér: Ég er að meðtaka allt það sem ég vildi þegar ég var í heiminum, veislu og flott föt. Þvílíkur heimskingi var ég að fara. Faðirinn hér er ímynd föður Jesú en Jesú sagði við lærisveina sína: Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því faðirinn hefur gefið ykkur ríki sitt. (Lúk 12:32)

Faðirinn elskar að fagna með okkur

Þegar búið var útbýta gjöfum var veislan næst: Nú ætlum við að halda veislu! Þessi sonur minn var dauður en nú er hann lifnaður við. Hann var týndur en nú er hann fundinn. (Lúk 15.23b-24) Himininn er staðurinn þar sem faðirinn sem yfirflæðir af kærleika vill fagna með börnum sínum um alla eilífð!

Faðirinn vill syni en ekki launafólk

Týndi sonurinn vissi að hann átti ekki skilið að vera tekið sem syni því hann hafði ekki hagað sér sem slíkur: Yngri sonurinn sagði, taktu við mér sem einn af verkamönnum (launþega) þínum. En faðirinn gaf honum föt sem hæfðu heiðruðum syni. Eldri sonurinn skildi ekki muninn á syni og verkamanni. Hann sagði: „Ég hef stritað fyrir þig öll þessi ár...” Hann var pirraður yfir náðinni sem faðir hans sýndi. Náð er þegin en ekki unninn. Gjöf en ekki launaumslag.

Jesús kenndi okkur að biðja: „Faðir okkar” en ekki „Yfirmaður okkar”. Feður eru miskunnsamir en yfirmenn launa það sem fólk vinnur sér inn. Ég vel miskunn!

Íhugun og framkvæmd

  1. Hefur þú lagt af að vinna þér inn að vera meðtekin af Guði með góðum verkum en í staðinn sett allt þitt traust þitt á Jesú?
  2. Hver er munurinn á að vera sonur Guðs eða verkamaður? Hvaða viðhorf einkenna þann sem er sonur og svo þann sem er verkamaður?

Höfundur: Paul Anderson Þýðandi: Ágúst Valgarð Ólafsson

Þessi pistill er hluti af predikunarseríu sem heitir Það sem ég elska mest við Jesú Ef þessi orð byggðu þig upp þá smelltu á Deila hér fyrir neðan til að fleiri byggist upp.

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að hlusta/horfa á Hinrik Þorsteinsson predika „Glíma Guðs við mig og þig”

Allt vald er mér gefið

Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi