Hver ert þú?
Það var einu sinni konungur sem hét Sál. Hann var fyrsti konungurinn í Ísrael og var smurður af Samúel spámanni inn í þjónustu og valinn af Guði. En Sál syndgaði gagnvart Guði. Það var ekki nóg með það að Sál óhlýðnaðist skipunum Guðs heldur fór hann að afsaka sig og réttlæta gjörðir sínar. Í hroka sínum fór hann að benda á aðra og kenna þeim um í stað þess að horfast í augu við ábyrgð sína.
Sál átti framtíðina fyrir sér en hann gerði mistök og óhlýðnaðist Guð og brást við á hrokafullan hátt.
En síðar kom annar konungur að nafni Davíð. Hann var einnig valinn af Guði. Davíð syndgaði hræðilega gagnvart Guði. En það hvernig hann brást við syndinni var allt öðruvísi en Sál gerði. Í 2. Sam 12:13 sagði Davíð við Natan: "Ég hefi syndgað móti Drottni." Natan sagði við Davíð: "Drottinn hefir og fyrirgefið þér synd þína. Þú munt ekki deyja.“
Hann kenndi ekki öðrum um. Davíð horfist í augu við tilfinningar sínar og skrifar í Sálmi 51: 12-13
Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda. Varpa mér ekki burt frá augliti þínu og tak ekki þinn heilaga anda frá mér.
Ert þú Sál eða Davíð?
Guð þrái að hjarta okkar sé heilt og ómengað gagnvart honum. Í fjallræðunni í Matteus 5:3 segir Jesús: Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki.
Þeir sem eru fátækir í anda eru þeir sem gefa Guði pláss í hjörtum sínum og viðurkenna breyskleika.
Spurningin er ekki: Er ég syndari? Já, þú ert það svo sannarlega. Bæði Sál og Davíð voru syndarar. En annar var brotinn og meyr á meðan hinn var stoltur og hrokafullur. Annar var maður eftir Guðs hjarta á meðan hinn brást.
Vertu Davíð!
Höfundur: Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir Þessi pistill er hluti af predikunarseríu sem heitir Sál, Davíð og Absalon.
Til umræðu eða íhugunar
- Átt þú erfitt með að taka leiðsögn Guðs?
- Getur þú viðurkennt mistök án þess að fara í vörn?
- Ert þú líkari Sál eða Davíð?