Nýr forstöðumaður blessaður inn á Selfossi.

Skrifað af Aron Hinriksson. Posted in Fréttir

Sunnudaginn 14. júní var Ágúst Valgarð Ólafsson blessaður inn sem annar af tveimur forstöðumönnum Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi. Hann mun hér eftirþjóna í kirkjunni Ásamt Aroni Hinrikssyni.  Gestir komu víða að til þess að gleðjast með Ágústi, fjölskyldu hans og kirkjunni á þessum degi.

Á myndinni hér að neðan sést Ágúst predika að blessun lokinni. Predikunina má heyra með því að smella hér.

Fjölgun forstöðumanna

Skrifað af Aron Hinriksson. Posted in Fréttir

Á aðalfundi kirkjunnar 10. maí síðastliðinn var samþykkt að Ágúst Valgarð Ólafsson kæmi til starfa sem forstöðumaður í kirkjunni ásamt Aroni Hinrikssyni núverandi forstöðumanni.

Þeir munu því sinna starfinu eftirleiðis í sameiningu. Ágúst hefur ásamt fjölskyldu sinni starfað með kirkjunni síðan árið 2011. Við óskum Ágústi innilega til hamingju og Guðs blessunar í nýju starfi. 

Formleg innsetning Ágústar verður á samkomu hér á Selfossi sunnudaginn 14. júni.

Ágúst Valgarð og Aron

Aðalfundur 2015

Skrifað af Aron Hinriksson. Posted in Fréttir

Aðalfundur Hvítasunnukirkjunnar á Selfossi fer fram sunnudaginn 10. maí, eftir samkomuna.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Fundur settur.

2. Kosning fundarstjóra.

3. Kosning fundarritara.

4. Skýrsla stjórnar.

5. Ársreikningar útskýrðir, greinagerð endurskoðenda lesin og reikningar bornir upp til samþykktar eftir að stjórn kirkjunnar hefur samþykkt reikningana.

6. Skýrslur starfsgreina kirkjunnar.

7. Önnur mál.

       

 

Mótshald í mars

Skrifað af Aron Hinriksson. Posted in Fréttir

Það má segja að Hvítasunnukirkjan á Selfossi hafði tekið við keflinu sem mótsstaður Hvítasunnumanna nú í mars enda standa miklar framkvæmdir yfir í Skálanum í Kirkjulækjarkoti þar verið er að endurnýja alla svefnálmuna. Fram til þess hefur Alfahelgi Fíladelfíu, Aðalfundir Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi, \\\"útúr bænum\\\" ferð unglingafræðslu Fíladelfíu og nú um helgina er svokallað \\\"kósýmót\\\" sem er mót fyrir ungfullorðna. Fólk er afar ánægt með aðstöðuna í kirkjunni sem þykir henta mjög vel til svona mótshalds enda gott eldhús, matsalur og góður samkomsalur auk efri hæðarinnar þar sem gott er að setjast niður og spjalla. Flestir hóparnir hafa svo gist á Selfoss Hostel sem er aðeins steinsnar frá kirkjunni.

 

 

 

Celebrate Recovery 6 ára

Skrifað af Aron Hinriksson. Posted in Fréttir

Nú í janúar er Celebrate Recovery á Selfossi og jafnframt Íslandi orðið 6 ára.

Í tilefni af því ætlum við að halda upp á afmælið með sérstökum afmælisfundi mánudaginn 26. janúar kl:20:00 í Hvítasunnukirkjunni á Selfossi.

Valdimar Svavarson verður gestafyrirlesari á fundinum og svo sláum við upp veislu á eftir.

Allir innilega velkomnir, bæði þeir sem hafa komið að starfinu í gegnum árin sem og þeir sem aldrei hafa komið áður. 

 

www.celebraterecovery.is

http://selfossgospel.is/index.php/starfsemi/celebrate-recovery

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi