Mótshald í mars

Skrifað af Aron Hinriksson. Posted in Uncategorised

Það má segja að Hvítasunnukirkjan á Selfossi hafði tekið við keflinu sem mótsstaður Hvítasunnumanna nú í mars enda standa miklar framkvæmdir yfir í Skálanum í Kirkjulækjarkoti þar verið er að endurnýja alla svefnálmuna. Fram til þess hefur Alfahelgi Fíladelfíu, Aðalfundir Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi, \"útúr bænum\" ferð unglingafræðslu Fíladelfíu og nú um helgina er svokallað \"kósýmót\" sem er mót fyrir ungfullorðna. Fólk er afar ánægt með aðstöðuna í kirkjunni sem þykir henta mjög vel til svona mótshalds enda gott eldhús, matsalur og góður samkomsalur auk efri hæðarinnar þar sem gott er að setjast niður og spjalla. Flestir hóparnir hafa svo gist á Selfoss Hostel sem er aðeins steinsnar frá kirkjunni.