Hann þóttist vera guðleysingi

Skrifað af Ágúst Valgarð Ólafsson. Posted in Pistlar

Einu sinni var gamall þurrabúðarmaður*, sem átti heima í litlu húsi við ströndina. Hann þóttist vera guðleysingi og sagði margt ljótt um Guð og Drottinn Jesú. Ég svaraði því sjaldan öðruvísi en með því að segja: „Gott og vel, en gœttu þess nú að segja ekki meira en þú getur staðið við á dánardegi þínum."

Og svo rann upp síðasti dagur hans. Sonur hans kom hlaupandi til prestsetursins og sagði: Faðir minn er veikur og langar til að fá að tala við prestinn." Ég flýtti mér til hans. Hann var í miklum líkamlegum og andlegum nauðum. „Prestur minn," mœlti hann, „ég get ekki staðið við háðsyrði mín um Guð og Jesú. Guð fyrirgefi mér allt það illa, sem ég hef sagt og gert."

Gott var það, að hann áttaði sig. En er það samt ekki átakanlegt að afneita eða gleyma Guði á velgengnisárunum og verða svo að taka allt aftur á þeim degi, þegar á reynir? Vœri ekki betra að fara í tíma að orðum spámannsins, er hann spyr, hvort fólk eigi ekki að leita til Guðs síns? Það finnst mér. Höfundur: C. Skovgaard-Petersen.

Ef þessi orð byggðu þig upp þá smelltu á Deila hér fyrir neðan til að fleiri byggist upp.

*Þurrabúðarmaður merkir að hann var ekki með mjólkandi kýr. 

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að hlusta/horfa á Chris Parker predika „Jesús kom og dó fyrir mig”

Allt vald er mér gefið