Breytingar á Selfossi

Posted in Fréttir

Á aðalfundi safnaðarins á Selfossi í lok maí síðastliðnum tilkynnti Aron Hinriksson að hann myndi ekki gefa kost á sér áfram sem forstöðumaður á Selfossi.
 
Staðan í kirkjunni á Selfossi er góð og fannst þeim hjónum Aron og Gunnhildi nú réttur tími til að stíga til hliðar þess fullviss að starfið sé skilið eftir í traustum höndum.
Ágúst Valgarð Ólafsson sem gengt hefur forstöðu síðastliðið ár ásamt Aroni mun þannig starfa áfram af fullum krafti á Selfossi. 
 
Stjórnin talaði einnig við Þorstein Jóhannesson um að hann kæmi inn sem forstöðumaður við hlið Ágústs. Hann og Dagbjört kona hans ákvaðu eftir umhugsun og mikla bæn að gangast við þessari köllun fengju þau til þess stuðning safnaðarins. Þorsteinn hefur síðustu ár verið mjög virkur í starfi kirkjunnar, setið í stjórn og komið víða við í starfi hennar. Á fjölmennum auka aðalfundi þann 6. júní var Þorsteinn kjörinn með 100% kosningu.  Hann og Ágúst munu því starfa saman sem forstöðumannateymi.
 
Aron og Gunnhildur munu nú setja þungan í starfi sínu á vogarskálar starfsins í Fíladelfíu í Reykjavík auk þess sem Aron sinnir áfram hlutverki sínu sem formaður stjórnar Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi.
 
Þann 3. Júlí klukkan 11:00 mun Þorsteinn verða blessaður inn sem forstöðumaður um leið og Aron og Gunnhildur verða kvödd úr þeirri þjónustu sem þau hafa nú gegnt í tæp 14 á Selfossi. 
Pin It

Velkomin(n) á póstlistann okkar.

Hvítasunnukirkjan á Selfossi